Kirkjusókn með mesta móti 25. desember 2006 18:20 Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng.Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur í Reykjavík vestra segir kirkjusókn hafa verið einstaklega góða, en á þriðja þúsund manns sóttu þrjár messur í Hallgrímskirkju í gær og í dag.Í Grafarvogskirkju mættu yfir eitt þúsund manns til aftansöngs í gær og á jólamessan í dag var fjölmenn. Að sögn Séra Vigfúsar Þórs Árnasonar færist það í vöxt að kirkjugestir taki undir í sálmasöng í þekktum sálmum. Hann segir það hafa verið stórkostlegt að heyra í þúsund manna kór þar sem fólk var með tendruð kerti og söng "Heims um ból."Í dag messaði Séra Vigfús svo á hjúkrunarheimilinu Eir, en þar dugði ekkert minna en Stradivarius fiðla sem Hjörleifur Valsson spilaði á af sinni alkunnu snilld. Þess má til gamans geta að þetta er eina fiðlan eftir Antonio Stradivari, en ríkisútvarpið á fiðlu eftir samtímamann hans, Gvarnerius del Gesu.Hefð fyrir kirkjusókn á aðfangadag er mjög sterk hérlendis, en miðnæturmessum hefur fjölgað mikið, enda hefur eftirspurn eftir þeim farið vaxandi. Aukin fjölbreytni í kirkjuhaldi á aðventunni hefur hjálpað til með vaxandi aðsókn, en tónleikahald hefur færst mjög í vöxt í kirkjum í aðdraganda jólanna. Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Kirkjusókn var með besta móti á landinu öllu í dag og í gær, enda veður með eindæmum gott og blakti varla logi á útikerti. Hjá Íslendingum er sterk hefð fyrir því að hefja jólahald með því að fara í aftansöng, en það færist í vöxt á tekið sé undir í sálmasöng.Almennt er kirkjusókn góð um land allt yfir jóladagana, en í gær er talið að veður hafi stuðlað að góðri aðsókn, en það var með eindæmum gott. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur í Reykjavík vestra segir kirkjusókn hafa verið einstaklega góða, en á þriðja þúsund manns sóttu þrjár messur í Hallgrímskirkju í gær og í dag.Í Grafarvogskirkju mættu yfir eitt þúsund manns til aftansöngs í gær og á jólamessan í dag var fjölmenn. Að sögn Séra Vigfúsar Þórs Árnasonar færist það í vöxt að kirkjugestir taki undir í sálmasöng í þekktum sálmum. Hann segir það hafa verið stórkostlegt að heyra í þúsund manna kór þar sem fólk var með tendruð kerti og söng "Heims um ból."Í dag messaði Séra Vigfús svo á hjúkrunarheimilinu Eir, en þar dugði ekkert minna en Stradivarius fiðla sem Hjörleifur Valsson spilaði á af sinni alkunnu snilld. Þess má til gamans geta að þetta er eina fiðlan eftir Antonio Stradivari, en ríkisútvarpið á fiðlu eftir samtímamann hans, Gvarnerius del Gesu.Hefð fyrir kirkjusókn á aðfangadag er mjög sterk hérlendis, en miðnæturmessum hefur fjölgað mikið, enda hefur eftirspurn eftir þeim farið vaxandi. Aukin fjölbreytni í kirkjuhaldi á aðventunni hefur hjálpað til með vaxandi aðsókn, en tónleikahald hefur færst mjög í vöxt í kirkjum í aðdraganda jólanna.
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira