Enski boltinn

Pardew tekur við Charlton

Alan Curbishley tók við af Pardew hjá West Ham fyrir skemmstu og nú er Pardew sestur í þann stól sem Curbishley sat í til fimmtán ára, áður en hann sagði upp eftir síðasta tímabil.
Alan Curbishley tók við af Pardew hjá West Ham fyrir skemmstu og nú er Pardew sestur í þann stól sem Curbishley sat í til fimmtán ára, áður en hann sagði upp eftir síðasta tímabil. MYND/Getty

Alan Pardew hefur verið ráðinn þjálfari Charlton í ensku úrvalsdeildinni og tekur hann við starfi Les Reed, sem var sagt upp síðdegis á aðfangadag. Pardew er þriðji knattspyrnustjórinn hjá Charlton á þessari leiktíð.

Reed stóð aðeins við stjórnvölinn í nokkrar vikur, eða síðan Ian Dowie var rekinn eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Pardew fær það hlutverk að koma liðinu í sömu hæðir og það var undir stjórn Alan Curbishley, sem sagði upp eftir síðustu leiktíð en tók við stjórnartaumunum hjá West Ham fyrir skemmstu, þar sem hann einmitt leysti Pardew af hólmi.

Hvorki hefur gengið né rekið hjá Charlton í ár og situr liðið í næst neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson leikur með Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×