Enski boltinn

Benitez ánægður með Bellamy

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, taldi lið sitt hafa átt sigurinn gegn Watford skilinn í gær.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, taldi lið sitt hafa átt sigurinn gegn Watford skilinn í gær. MYND/Getty

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, fannst lið sitt eiga sigurinn skilinn gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool sigraði 2-0 þrátt fyrir að hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Benitez hrósaði Craig Bellamy sérstaklega.

"Hann er að sýna þá hæfileika sem hann býr yfir og við vissum af. Þess vegna keyptum við hann. Bellamy er svo ótrúlega fljótur og sérstaklega lunkinn í að stinga sér aftur fyrir vörnina og skapa pláss fyrir samherja sína. Samstarf hans og Dirk Kuyt er að virka vel og ég er mjög ánægður með sóknarleik okkar," sagði Benitez, en Bellamy braut ísinn í síðari hálfleik áður en Zabi Alonso innsiglaði sigurinn á lokamínútunum.

Leikmenn Watford voru mjög öflugir og létu finna fyrir sér. Það gerði okkur erfitt fyrir en mér fannst við samt eiga sigurinn skilinn," bætti Benitez við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×