Enski boltinn

Kewell á erfitt

Kewell getur ekki sparkað í bolta og einbeitir sér því að því að gefa eiginhandaráritanir þessa dagana.
Kewell getur ekki sparkað í bolta og einbeitir sér því að því að gefa eiginhandaráritanir þessa dagana. MYND/Getty

Harry Kewell, ástralski miðjumaðurinn hjá Liverpool, hefur viðurkennt að eilíf meiðsli geri tilveruna afar erfiða og að hann hafi í nokkurn tíma átt mjög erfitt. Kewell er á hægum batavegi eftir aðgerð á fæti og er ekki sérlega bjartsýnn upp á framhaldið að gera.

"Ég sakna fótboltans gríðarlega. Ég þrái það meira en nokkuð að spila aftur en ég má ekki einu sinni sparka í bolta. Það tekur mjög mikið á," sagði Kewell í samtali við opinbera heimasíðu Liverpool.

Kewell varð fyrir meiðslum á fæti á HM í sumar og hefur enn ekki fengið bót meina sinna. Kewell hefur verið meira og minna meiddur síðustu þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×