Enski boltinn

Owen yrði mikill bónus

Michael Owen gengur ekki lengur um með hækjur, en má ekki sparka í bolta.
Michael Owen gengur ekki lengur um með hækjur, en má ekki sparka í bolta. MYND/Getty

Ef Michael Owen myndi spila með Newcastle á þessari leiktíð yrði það "ótrúlegur bónus" að sögn Glenn Roeder, stjóra liðsins. Roeder segir þó afar litlar líkur á að sú verði raunin.

"Michael segir mér að honum fari stöðugt fram. Hann styrkist með hverjum deginum og telur sjálfur að hann geti hugsanlega spilað eitthvað áður en tímabilið er á enda. Ef svo fer, þá yrði það ótrúlegur bónus fyrir okkur. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að það er góður möguleiki á að svo verði ekki," segir Roeder.

Endurhæfing Owen þessa dagana gengur fyrst og fremst út á að ná upp þoli og úthaldi en ljóst er að honum vantar mjög mikið upp á leikformið, enda ekki sparkað í bolta síðan hann meiddist í leik Englendinga og Svía á HM í Þýskalandi í sumar.

"Hann er ekki byrjaður að æfa með bolta - er í raun langt frá því að að vera kominn á það stig," viðurkennir Roeder jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×