Enski boltinn

Wenger verður pirraður

Arsene Wenger er ekki feiminn við að sýna tilfinningar sínar, segir William Gallas.
Arsene Wenger er ekki feiminn við að sýna tilfinningar sínar, segir William Gallas. MYND/Getty

William Gallas, varnarmaður Arsenal, segir að slæm úrslit Arsenal í síðustu leikjum sínum fari í pirrurnar á stjóra liðsins, Arsene Wenger. Gallas segir að leikmenn liðsins verði að líta í eigin barm.

"Óstöðugleiki hrjáir okkur og það er ekki til að bæta skapið hjá stjóranum," segir Gallas. "Wenger vill vinna deildina og hann veit að það munum við ekki gera með þessum óstöðugleika. Og það fer einfaldlega í pirrurnar á honum. Hann á erfitt með að sætta sig við það þegar við töpum stigum," sagði Gallas en bætti því við að hann væri alls ekki að segja þetta í neikvæðum skilningi.

"Þvert á móti. Mér finnst mjög gott að hafa þjálfara sem sýnir tilfinningar. Við vitum alveg hvers hans ætlar af okkur og það er ljóst að við þurfum að gera betur," segir Gallas, sem verður líklega frá vegna meiðsla fram á nýja árið, en hann hefur misst af síðustu átta leikjum Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×