Enski boltinn

Borgar stjórnarformaðurinn úr eigin vasa?

Shaun Wright-Phillips hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Chelsea.
Shaun Wright-Phillips hefur aldrei náð að festa sig í sessi hjá Chelsea. MYND/Getty

Ljóst þykir að það verður mikið kapphlaup um Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea þegar leikmannamarkaðurinn opnast að nýju í janúar, fari svo að Chelsea ákveði að hlusta á tilboð í vængmanninn. Mörg lið hafa lýst yfir áhuga á Wright-Phillips og í morgun lýsti Stuart Pearce, stjóri Man. City, því yfir að stjórnarformaður félagsins gæti hugsanlega boðið í leikmanninn með eigin pening.

Talið er að Wright-Phillips sé verðlagður á um 10 milljónir punda, meira en helmingi minna en hann var keyptur á til Chelsea sumarið 2005, en þá var hann einmitt seldur frá Man. City. Pearce segir að félagið eigi varla 10 milljónir til að bjóða í Wright-Phillips, en að stjórnarformaðurinn John Warlde eigi slíkar fjárhæðir í eigin vasa.

"Hann hefur burði til þess að fá Wright-Phillips aftur til félagsins - með því að gera það á eigin spýtur. Ég mun ekki biðja hann um það en ef ég þekki Wardle rétt mun ég ekki að útiloka þann möguleika," sagði Pearce, sem hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á að fá að stjórna Wright-Phillips á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×