Enski boltinn

Hleb segist loksins hafa aðlagast

Alexander Hleb hefur spilað einstaklega vel fyrir Arsenal í ár.
Alexander Hleb hefur spilað einstaklega vel fyrir Arsenal í ár. MYND/Getty

Hvít-Rússinn Alexander Hleb hjá Arsenal kveðst mjög ánægður með hvernig hans mál eru að þróast hjá Arsenal. Hleb segir að það hafi tekið langan tíma að aðlagast lífinu og fótboltanum í Englandi.

Hleb kom til Arsenal fyrir einu og hálfu ári fyrir um milljarð króna og náði ekki að sýna sitt rétta andlit á sínu fyrsta tímabili ensku úrvalsdeildinni. En eins og svo gjarnan vill gerast fyrir erlenda leikmenn í Englandi þá tekur það þá sinn tíma að aðlagast aðstæðum. Í ár hefur verið allt annað að sjá til Hleb, og hefur hann gegnt lykilhlutverki í liði Arsenal.

"Enskur fótbolti er sá besti í heimi - og sannarlega sá hraðasti," sagði Hleb í samtali við Arsenal-sjónvarpsstöðina í gær. Hinn 25 ára gamli miðjumaður segist ennþá geta bætt sig sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×