Innlent

Fangi á Litla-Hrauni dæmdur fyrir vörslu fíkniefna

MYND/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fangelsinu fyrr á árinu. Hass og amfetamín fannst í munnholi og í klefa fangans í júlí í sumar og tæpum tveimur vikum síðar fannst einnig hass og tóbaksblandað kannabisefni við klefaleit.

Maðurinn á að bak langan brotaferil, þar af tvo dóma á þessu ári, en hann viðurkenndi áðurnefnd brot sín fyrir dómi. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið látinn sæta agaviðurlögum í fangelsinu vegna fyrra brotsins en verið gripinn aftur með fíkniefni skömmu síðar. Agaviðurlög virðist því ekki hafa haft fælingarmátt hjá ákærða og þótti því ekki efni til að taka tillit til þeirra við ákvörðun refsingar.

Eins mánaðar fangelsi var niðurstaðan auk þess sem fíkniefni voru gerð upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×