Enski boltinn

McCulloch kærður

McCulloch baðst afsökunar á hnefahöggi sínu
McCulloch baðst afsökunar á hnefahöggi sínu NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Lee McCulloch hjá Wigan hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að kýla andstæðing sinn Chris Morgan í leik liðanna á dögunum. McCulloch hefur frest fram á morgundaginn til að svara til saka, en hann fer væntanlega í þriggja leikja bann vegna þessa.

Morgan segir að málið sé gleymt og grafið af sinni hálfu, því McCulloch hafi þegar beðið sig afsökunar. "Lee hafði manndóm í sér til að koma til mín og biðja mig afsökunar og því er málið úr sögunni að minni hálfu og engin ástæða til að þrátta um það frekar. Við erum allir íþróttamenn og stundum hleypur mönnum kapp í kinn - það fylgir þessari íþrótt," sagði Morgan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×