Innlent

Sælla að gefa en þiggja

60 börn úr Kársnesskóla og kennara þeirra gáfu 70 jólagjafir undir jólatréð í Kringlunni.
60 börn úr Kársnesskóla og kennara þeirra gáfu 70 jólagjafir undir jólatréð í Kringlunni. MYND/Stöð2

Sælla er aðgefa en þiggja eru gömul sannindi og ný sem 11 ára börn í Kársnesskóla í Kópavogi ákváðu að fylgja í dag. Í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum, ákáðu þau að gefa þeim sem minna mega sín jólagjafir í staðinn. Þau fóru í Kringluna með 70 jólapakka sem þau settu undir jólatré Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands. Kennararnir létu ekki sitt eftir liggja og gáfu líka gjafir. Krakkarnir sem flest eru í kór Kársnesskóla sungu svo nokkur jólalög við jólatréð áður en þau héldu aftur í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×