Óttuðust stórslys 17. desember 2006 18:47 Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu. Fréttir Innlent Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Slökkviliðið í Eyjum barðist við eldinn í um tvær klukkustundir, hafði betur og réði niðurlögum hans um klukkan tíu í gærkvöld. Fjögur tonn af ediksýru sem notuð er sem rotvörn við matvælavinnslu var geymd í þúsund lítra opnum körum í húsnæðinu. Eldurinn logaði allt um kring og því kapp lagt á að koma sýrunni í held ílát. Sex eiturefnakafarar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt. Veður var gott í Vestmannaeyjum í gærkvöld, reykurinn barst út yfir hraun en ekki íbúðabyggð svo fólki stafaði ekki hætta af. Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyjum, segir að lóðsinn hafi verið gerður klár og ráðstafanir gerðar til að nota hann ef eitthvað gerðist á hafnarsvæðinu. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert. Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, segir þetta ekki hafa áhrif á rekstur og áfram verði hægt að taka við hráefni. Ískyggilega margt bendir til þess að kveikt hafi verið í af ásettu ráði en rannsókn bendir til að eldurinn hafi komið upp á að minnsta kosti tveimur stöðum í gamalli síldarþró þar sem nægur var eldmaturinn, enda var hún notuð sem geymsla fyrir fiskikör úr plasti. Það minnir óneitanlega á stóra brunann sem varð þann 9. desember í fiskvinnsluhúsi Ísfélagins árið 2000, en eldsupptök þar voru einni rakin til karageymslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira