Erlent

Berlusconi undir hnífinn í Bandaríkjunum

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og George Bush, Bandaríkjaforseti, á góðri stund.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og George Bush, Bandaríkjaforseti, á góðri stund. MYND/AP

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Berlusconi, sem er sjötugur, leið útaf á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði og kom þá hjartakvilli í ljós.

Mikið hefur verið rætt um heilsu forsætisráðherrans fyrrverandi eftir að hann leið útaf. Hann dvaldi á sjúkrahúsi í þrjá daga. Talið er líklegt að græða þurfi gangráð í hann.

Ítalsir miðlar segja Berlusconi dreifa misvísandi sögum um hvert hann fari og að hann hafi jafnvel nefnt Genf í Sviss. Þetta geri hann til að villa um fyrir fjölmiðlum þannig að fréttamenn fylgi honum ekki þegar hann leggst undir hnífinn. Berlusconi mun hafa rætt við vin sinn George Bush, Bandaríkjaforseta, og spurt hann hvar bestu lækna Bandaríkjanna væri að finna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×