Sport

Ekström sigraði í Race of Champions

Ekström vann óvæntan sigur á Loeb í úrslitum 2-0
Ekström vann óvæntan sigur á Loeb í úrslitum 2-0 NordicPhotos/GettyImages

Sænski ökuþórinn Mattias Ekström kom mjög á óvart í dag þegar hann vann sigur á heimamanninum Sebastien Loeb í úrslitum í Race of Champions fyrir framan 60.000 áhorfendur á Stade de France í París.

Hinn 28 ára gamli Svíi lagði þá Heikki Kovalainen og Sebastien Bourdais í undankeppninni og vann svo ótrúlegan sigur á heimsmeistaranum í rallakstri, Sebastien Loeb. Fyrsta sigurinn vann hann á Citroen Xaras og hinn síðari á Renault Megane - samtals 2-0.

Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá keppninni, sem er rúsínan í pylsuendanum á akstursíþróttatímabilinu og voru flestar skærustu stjörnurnar mættar til að leika listir sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×