Viðskipti erlent

Gengi BAE Systems hækkaði mikið

Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu. 

Rannóknin laut að vopnasölu BAE Systems til Sádi-Arabíu og meintra mútumála til ráðamanna þar í landi. Breski ríkissaksóknarinn Lord Goldsmith sagði í gær, að rannsóknin gæti skaðað samband landanna og því hafi hún verið látin niður falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×