Haniyeh fær ekki að koma heim með peninga 14. desember 2006 18:45 Reiðir Palestínumenn reyna að komst til síns heima. MYND/AP Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. Haniyeh mun hafa notað ferð sína til nærliggjandi landa vel og safnað jafnvirði rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna sem nota á til að greiða laun og önnur gjöld sem hafi verið ógreidd vegna þess að skorið hefur verið á fjárstuðning við heimastjórn Palestínumanna frá því Hamas-samtökin náðu völdum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins annast rekstur Rafha landamærastöðvarinnar á landamærum Gaza og Egyptalands. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraela, mun hafa skipað þeim að loka henni. Eftirlitsmennirnir þurfa að fara í gegnum Ísrael til að koma að landamærastöðinni. Ísraelar vilja ekki sjá að peningarnir, sem eru að mestu sagðir koma frá Írönum, komist yfir landamæri. Þeir verði notaðir til að fjármagna hryðjuverk. Herskáir Hamas-liðar brugðust ókvæða við þessari lokun, réðust á landamærastöðina og tóku þar völdin af vörðum. Engan mun hafa sakað. Eftir það áhlaup virðist sem Hamas liðar hafi ákveðið að Haniyeh færi heim án peninganna sem sendifulltrúar á hans vegum kæmu með síðar.Haniyeh stytti ferðalag sitt og sneri heim í dag þar sem spennan á Gaza svæðinu hefur magnast síðustu daga, eða frá því að þrír ungir synir Fatah-liða í öryggissveitum Palestínumanna voru myrtir fyrir utan skóla sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Ísraelsk yfirvöld hafa lokað landamærum Gaza að Egyptalandi og þannig komið í veg fyrir að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, komist heim. Hann mun hafa í fórum sínum margar milljónir bandaríkjadala sem á að nota til að rétta af fjárhag heimastjórnarinnar. Það vilja Ísraelar ekki. Haniyeh mun hafa notað ferð sína til nærliggjandi landa vel og safnað jafnvirði rúmlega tveggja milljarða íslenskra króna sem nota á til að greiða laun og önnur gjöld sem hafi verið ógreidd vegna þess að skorið hefur verið á fjárstuðning við heimastjórn Palestínumanna frá því Hamas-samtökin náðu völdum. Eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins annast rekstur Rafha landamærastöðvarinnar á landamærum Gaza og Egyptalands. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraela, mun hafa skipað þeim að loka henni. Eftirlitsmennirnir þurfa að fara í gegnum Ísrael til að koma að landamærastöðinni. Ísraelar vilja ekki sjá að peningarnir, sem eru að mestu sagðir koma frá Írönum, komist yfir landamæri. Þeir verði notaðir til að fjármagna hryðjuverk. Herskáir Hamas-liðar brugðust ókvæða við þessari lokun, réðust á landamærastöðina og tóku þar völdin af vörðum. Engan mun hafa sakað. Eftir það áhlaup virðist sem Hamas liðar hafi ákveðið að Haniyeh færi heim án peninganna sem sendifulltrúar á hans vegum kæmu með síðar.Haniyeh stytti ferðalag sitt og sneri heim í dag þar sem spennan á Gaza svæðinu hefur magnast síðustu daga, eða frá því að þrír ungir synir Fatah-liða í öryggissveitum Palestínumanna voru myrtir fyrir utan skóla sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira