Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum 12. desember 2006 21:40 Raikkönen er sagður ölkær eins og Finna er siður NordicPhotos/GettyImages Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum. Raikkönen hefur verið nokkuð í fréttum síðasta árið vegna drykkju sinnar, en Todt segir að ekki sé annars að vænta frá ungum manni frá Finnlandi. "Finnum finnst gott að fá sér í glas endrum og eins og það er ekkert að því. Raikkönen þarf samt að athuga að hann verður meira í sviðsljósinu nú þegar hann er kominn til Ferrari og höfum við farið þess á leit við hann að hann staupi sig á afviknum stöðum með vinum sínum. Maður hefur heyrt nokkrar kjaftasögur um drykkju hans, en þegar maður er í þessum geira, verður maður sífellt að vera á tánum og ég held að Kimi sé bæði góður og stöðugur ökumaður," sagði Todt í samtali við franska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum. Raikkönen hefur verið nokkuð í fréttum síðasta árið vegna drykkju sinnar, en Todt segir að ekki sé annars að vænta frá ungum manni frá Finnlandi. "Finnum finnst gott að fá sér í glas endrum og eins og það er ekkert að því. Raikkönen þarf samt að athuga að hann verður meira í sviðsljósinu nú þegar hann er kominn til Ferrari og höfum við farið þess á leit við hann að hann staupi sig á afviknum stöðum með vinum sínum. Maður hefur heyrt nokkrar kjaftasögur um drykkju hans, en þegar maður er í þessum geira, verður maður sífellt að vera á tánum og ég held að Kimi sé bæði góður og stöðugur ökumaður," sagði Todt í samtali við franska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira