Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu 11. desember 2006 19:51 Bernhard Langer og Marcel Siem fagna hér sigrinum NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira