Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu 11. desember 2006 19:51 Bernhard Langer og Marcel Siem fagna hér sigrinum NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira