Enski boltinn

Sýnir félögum í 1. deild vanvirðingu

NordicPhotos/GettyImages

David Gold, stjórnarformaður enska 1. deildarliðsins Birmingham, segir að Jose Mourinho sýni liðum deildinni vanvirðingu með tillögu sinni þess efnis að varaliðum úrvalsdeildarfélaga verði leyft að spila í 1. deildinni.

Mourinho hefur viðrað þær hugmyndir að enska úrvalsdeildin fari að fordæmi þeirrar spænsku og leyfi varaliðum úrvalsdeildarfélaga að spila í neðri deildinni án þess þó að fá fyrir það stig. Arsene Wenger hefur einnig tekið vel í þessar tillögur, en stjórarnir sjá þar möguleika á að verða varamönnum sínum og yngri leikmönnum tækifæri til að reyna sig oftar í alvörukeppni.

Gold er ekki hrifinn af þessum hugmyndum. "Jose Mourinho er sjálfur maður sem talar oft um að menn verði að sýna virðingu og mér finnst hann sjálfur vera að sýna 1. deildarliðum vanvirðingu með þessari uppástungu sinni. Það er ekki vandamál liða í 1. deild ef Mourinho er með svo stóran hóp að hann finni ekki leiki til að leyfa leikmönnum sínum að spila," sagði Gold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×