Innlent

Nýtt parhús reist í Grímsey

MYND/Björn

Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni.

Brynjólfur segir að tímabundið starfsfólk hafi átt afar erfitt með að finna húsnæði þegar það kemur til vinnu í eynni og því hafi verið ákveðið að ráða bót á. Hann segir ekki vanta vinnu í eynni, heldur fólk og húsnæði fyrir þá sem koma til lengri eða skemmri tíma. Næga vinnu er að hafa í Grímsey að sögn Brynjólfs, bæði við sjómennsku og fiskvinnslu í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×