Enski boltinn

Cole á skilið að fá það hrátt

Lehmann segir Cole eiga skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal á sunnudag
Lehmann segir Cole eiga skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal á sunnudag NordicPhotos/GettyImages

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, segir að fyrrum félagi hans Ashley Cole sem nú leikur með Chelsea, eigi skilið að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Ákvörðun Cole að fara yfir til erkifjendanna í Chelsea vakti eðlilega hörð viðbrögð stuðningsmanna Arsenal í sumar og þeir verða svo sannarlega ekki búnir að gleyma því þegar liðin mætast á sunnudag. Stuðningsmenn Arsenal hafa þegar látið prenta þúsundir falsaðra peningaseðla sem prýða andlitsmynd Ashley Cole og gefnir eru út af "rússneska bankanum" sem er skírskotun í milljónir Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

"Auðvitað á Ashley von á því að fá það hrátt frá stuðningsmönnum Arsenal á sunnudaginn. Þannig á það líka að vera - þannig er fótboltinn og það er einmitt svona lagað sem gerir leikinn svo skemmtilegan. Ef stuðningsmennir gerðu ekkert veður út af þessu, myndi það þýða að hann hefði ekki verið sérstakur eða góður leikmaður þegar hann var hjá okkur - en það var hann svo sannarlega. Það verður gaman að mæta honum á sunnudaginn og við skulum sjá hvort hann verður eitthvað betri leikmaður á því að spila með Chelsea. Hann er ungur og hefur gert sín mistök, en mér er eiginlega nákvæmlega sama," sagði Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×