Innlent

Eins og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart konu og til að greiða henni átta hundruð þúsund krónur í bætur.

Árásin átti sér stað á tjaldstæði í júlí fyrra og var maðurinn ákærður fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi neytt konuna til að hafa við sig munnmök, reynt að þröngva henni til samræðis og sett fingur í leggöng hennar.

Hann var sakfelldur fyrir tvö fyrrnefndu atriðin í héraðsdómi og tekur Hæstiréttur undir það. Með vísan til þess að héraðsdómur hefði metið frásögn konunnar af atburðum trúverðuga, forsendna dómsins um að hún hefði borið líkamlega áverka á hálsi sem samræmdist framburði hennar og framburðar vitna var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að maðurinn væri sekur.

Hins vegar stytttir Hæstiréttur dóm héraðsdóms um hálft ár meðal annars að virtum ungum aldri mannsins og atvikum málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×