Enski boltinn

Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlandseyja

David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlands
David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður Bretlands NordicPhotos/GettyImages

David Beckham er ríkasti knattspyrnumaður á Bretlandseyjum samkvæmt nýrri könnum sem birt var í dag. Beckham er nærri þrisvar sinnum ríkari en næsti maður á listanum, Michael Owen.

Samkvæmt könnuninni á Beckham 87 milljónir punda, eða hátt í 12 milljarða króna, en Michael Owen kemur næstur með 32 milljónir punda. Robbie Fowler er sagður eiga 28 milljónir punda og Sol Campbell kemur þar skammt á eftir með 27 milljónir punda. Þá koma Rio Ferdinand, Ryan Giggs og Andriy Shevchenko með 22 milljónir, Thierry Henry með 21 milljón, Wayne Rooney með 20 milljónir og Michael Ballack með 19 milljónir.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er ríkasti fjárfestirinn í enskri knattspyrnu og er hann metinn á 10,8 milljarða punda. Hann er þó ekki jafn ríkur og ríkasti maðurinn á Bretlandseyjum sem er stálmógúllinn Lakshmi Mittal sem sagður er eiga um 13,2 milljarða punda. Talið er að Abramovich hafi mokað um 440 milljónum punda í Chelsea - eða 60 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×