Enski boltinn

Doyle stefnir á markakóngstitilinn

Kevin Doyle, hinn funheiti framherji Reading, stefnir á að enda tímabilið í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir gott gengi að undanförnu er hann orðinn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Doyle hefur nú skorað átta mörk það sem af er leiktíð, jafn mörg og Didier Drogba og Kanu, en þessi írski framherji var nánast óþekktur áður en hann var keyptur til Reading um mitt síðasta ár fyrir nánast engan pening.

“Það er gaman að heyra nafnið sitt nefnt í sömu andrá og þessir frábæru fótboltamenn en mig langar að sjá nafnið mitt ofarlega á þessum lista þegar tímabilið er á enda,” segir Doyle. “Ef liðið heldur áfram að spila vel og ég næ að nýta færin mín, þá gæti sá draumur orðið að veruleika,” sagði sá írski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×