Enski boltinn

West Ham tapaði fyrir Everton

Carlos Tevez átti fína spretti í dag og virðist vera að festa sig æ betur í sessi hjá West Ham.
Carlos Tevez átti fína spretti í dag og virðist vera að festa sig æ betur í sessi hjá West Ham. MYND/Getty Images

Eggert Magnússon og lærisveinar hans í West Ham máttu þola 2-0 tap gegn Everton í leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Bjarni Þór Viðarsson var í leikmannahópi Everton en fékk ekki tækifærið að þessu sinni.

Leon Osman og varamaðurinn Jamas Vaughan skoruðu mörk Everton í sitt hvorum hálfleiknum, en mark Vaughan kom í viðbótartíma leiksins. Everton kemst upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum og er með 24 stig. West Ham situr hins vegar í því 17. með 14 stig.

West Ham var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en klaufaleg mistök liðsins í vörninni urðu til þess að Everton skoraði tvö mörk. Carlos Tevez átti fína spretti hjá West Ham og hefur án efa glatt augu Eggerts, sem var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×