Lyon setti nýtt stigamet í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar liðið lagði Le Mans af velli 1-0. Lyon, meistarar síðustu fimm ára, hafa unnið 14 af fyrstu 16 leikjum sínum í deildinni og bættu þannig 20 ára gamalt met Paris St. Germain sem þá vann 13 af fyrstu 16 leikjum sínum, einmitt undir stjórn Gerard Houllier, núverandi stjóra Lyon.
Lyon er með algjört yfirburðalið í Frakklandi um þessar mundir og bera ægishjálm yfir önnur lið í deildinni. Liðið er með 43 stig á toppnum og hefur 14 stiga forystu á Lens.
"Við höfum tekið stórt skref í áttina að meistaratitlinum með þessum sigri," sagði Hollier eftir leikinn í gær, en Sylvain Wiltord skoraði sigurmarkið.