Enski boltinn

Coppell ánægður með nýja samninga

Steve Coppell er hæstaánægður með framlag Ívars Ingimarssonar og Brynjar Björns Gunnarssonar.
Steve Coppell er hæstaánægður með framlag Ívars Ingimarssonar og Brynjar Björns Gunnarssonar. MYND/Getty Images

Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, hefur lýst yfir ánægju sinni að nánast allir lykilmenn liðsins, þar af Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, hafa nýlega skrifað undir langtíma samninga við félagið.

"Árangurinn á tímabilinu hefur sýnt leikmönnum að það eru miklir möguleikar og spennandi tímar framundan hjá Reading. Það er mjög ánægjulegt að allir leikmennirnir skuli skuldbinda sig félaginu með þessum hætti," sagði Coppell en auk Ívar og Brynjars hafa fyrirliðinn Graham Murty, Glen Little og markvörðurinn Marcus Hahnemann skrifað undir nýja samninga.

Eini leikmaðurinn úr hinu hefðbundna byrjunarliði Reading sem á eftir að skrifa undir nýjan samning er Steve Sidwell, en samningur hans rennur út eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×