Enski boltinn

Tevez fékk harða refsingu frá félögum sínum í West Ham

Tevez hefur væntanlega liðið illa í gula búningnum
Tevez hefur væntanlega liðið illa í gula búningnum NordicPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Carlos Tevez þurfti að taka út mjög harða refsingu frá félögum sínum í enska úrvalsdeildarliðinu West Ham eftir að hann rauk til síns heima strax eftir síðasta leik liðsins án þess að tala við kóng eða prest. Stjóri liðsins Alan Pardew sagðist ætla að láta leikmennina ráða því hvaða refsingu framherjinn fengi.

Tevez fékk sekt upp á 1000 pund sem látin var renna til góðgerðarmála, en þar að auki ákváðu félagar hans að neyða hann til að spila í landsliðsbúningi Brasilíu á næstu æfingu. Ekki fylgdi sögunni hvernig Argentínumaðurinn tók þessari refsingu sinni, en eins og flestir vita eru afar litlir kærleikar milli Argentínumanna og Brasilíumanna á knattspyrnuvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×