Innlent

Ríkið í mál við olíufélögin

MYND/Vilhelm

Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða.

Vilhjálmur fer einnig með mál borgarinnar á hendur olíufélögunum sem flutt var fyrir dómi í síðustu viku en þar fór borgin fram á nærri 160 milljónir króna í skaðabætur vegna verðsamráðs olíufélaganna. Búist er við að dómur falli í því máli fyrir miðjan desember og talið er að það geti haft fordæmisgildi fyrir önnur mál sem hugsanlegt er að höfðuð verði á hendur olíufélögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×