Böðullinn er hættur við að hætta 28. nóvember 2006 20:30 Böðullinn ætlar að bæta einni rós í hnappagatið áður en hann leggur hanskana endanlega á hilluna NordicPhotos/GettyImages "Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
"Böðullinn" Bernard Hopkins hefur nú ákveðið að hætta við að leggja hanskana á hilluna og segist ætla að berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt að þessu sinni. Hopkins er 41 árs gamall og hætti í júní sl. eftir góðan sigur á Antonio Tarver, en hann segist nú ætla að halda uppi heiðri Bandaríkjanna í þungavigtinni. Hopkins hefur aldrei áður keppt í þungavigt, en þessi mikli meistari hefur unnið allt sem hægt er að vinna í léttari deildunum. Hann ætlar nú að feta í fótspor manna eins og Roy Jones Jr. og verða meistari í þungavigt. Hann setur stefnuna á að keppa við WBC meistarann Oleg Maskaev frá Kasakstan. "Ég vil verða heimsmeistari í þungavigt og vil koma titlinum aftur til Bandaríkjanna. Ég ætla að vera maðurinn sem allir munu segja að hafi bjargað heiðri bandarískra þungavigtarmanna," sagði Hopkins brattur, en hann hafði lofað móður sinni að keppa ekki fram yfir fertugt áður en hún lést á sínum tíma. Hopkins vantar enn rúm 20 pund í að geta talist þungavigtarmaður í hnefaleikum, en hefur þó þegar þyngt sig um ein 20 pund síðan hann keppti í sumar. Hann segist ætlað verða orðinn þungavigtarmaður áður en árið líður, en talsmaður Maskaev er ekki hrifinn af hugmynd Hopkins um að fara svo snögglega upp um þyngdarflokka. "Hann er alls ekki tilbúinn til að fara í þungavigtina og er enginn maður í að taka við þeim höggum sem þar lenda á mönnum," sagði Sam Garner, sem starfar hjá umboðsmanni Maskaev - en Hopkins er hvergi smeykur. "Auðvitað er þetta áhætta, en það er áhættan sem gerir það að verkum að mig langar að reyna þetta. Ég veit að lítil mistök geta þýtt að ég er dauður," sagði Hopkins, sem varði millivigtartitil sinn 20 sinnum á árunum 1995-2005 áður en hann tapaði tveimur umdeildum bardögum við Jermain Taylor, núverandi meistara. Ef ekki verður af bardaganum við Maskaev segir Hopkins að hann muni skora á breska boxarann Joe Calzaghe, þó ekki væri nema til að hindra hann í að slá met sitt í flestum titilvörnum á ferlinum. Calzaghe berst við Peter Manfredo Jr. í New York í mars og þá getur hann varið titil sinn í 20. skipti líkt og Hopkins, en það er met. Hvað svo sem verður er Hopkins staðráðinn í því að það sé báðum þessum hnefaleikurum í hag að berjast við sig, hvor svo sem það verður. "Það getur hvaða maður sem er sigrað meistara - en aðeins útvaldir geta sigrað goðsögn," sagði Hopkins.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira