Fótbolti

Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn

Gerrard Houllier segir Gianluigi Buffon og Thierry Henry hafa verið miklu betri en Cannavaro á síðustu leiktíð
Gerrard Houllier segir Gianluigi Buffon og Thierry Henry hafa verið miklu betri en Cannavaro á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld.

"Cannavaro á alls ekki skilið að vinna Gullknöttinn ef hann er borinn saman við hina leikmennina sem tilnefndir voru. Hann var að vísu frábær á HM í sumar, en hann gerði alls ekki góða hluti með félagsliði sínu. Persónulega hefði ég miklu frekar látið Buffon hafa verðlaunin.

Sjáið bara hvernig John Carew (leikmaður Lyon) fór með Cannavaro í leiknum í Meistaradeildinni á dögunum. Það er hneyksli að Cannavaro skuli fá þessi verðlaun og það sem angrar mig mest er sú staðreynd að Thierry Henry skuli ekki ná hærra en í þriðja sæti í kjörinu eftir frábæra frammistöðu ár eftir ár. Hann skorar alltaf yfir 20 mörk á tímabili og spilaði til úrslita í tveimur stórum keppnum á síðasta tímabili," sagði Houllier við franska fjölmiðla nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×