Enski boltinn

Tevez biðst afsökunar

Carlos Tevez
Carlos Tevez NordicPhotos/GettyImages

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum á laugardaginn þegar hann stormaði beint til síns heima eftir að honum var skipt af velli í viðureign liðsins gegn Sheffield United - fyrsta deildarleik liðsins eftir að Eggert Magnússon tók við formennsku hjá félaginu.

"Tevez mætti á æfingu í morgun og hefur beðið félaga sína afsökunar á framferði sínu um helgina," sagði Alan Pardew knattspyrnustjóri og sagðist ætla að leyfa félögum Tevez í liðinu að ráða því hve háa sekt hann fengi fyrir uppátækið og að upphæðin rynni öll til góðgerðarmála.

"Ég áttaði mig á því um leið og ég fór frá Upton Park að ég væri að gera mistök, en ég var bara í miklu uppnámi. Það var aldrei ætlunin hjá mér að sína félögum mínum, stuðningsmönnum eða þjálfurum vanvirðingu," sagði Tevez, sem enn hefur ekki náð að skora mark fyrir félagið í 10 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×