Sport

Skaut vin sinn til bana vegna 1500 króna veðmáls

Leikur Suður-Karólínu og Clemson á laugardaginn var örlagaríkari en margan grunaði
Leikur Suður-Karólínu og Clemson á laugardaginn var örlagaríkari en margan grunaði NordicPhotos/GettyImages

Rúmlega fertugur karlmaður skaut vin sinn til bana í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina eftir að þeir lentu í deilum vegna 1500 króna veðmáls þeirra á leik í háskóladeildinni í ruðningi.

James Walter Quick hefur verið ákærður fyrir morð á félaga sínum Richard Allen Johnson eftir að veðmál þeirra á leik South Carolina og Clemson á laugardaginn fór út um þúfur. Quick veðjaði á Carolina, sem vann leikinn 31-28 og þegar Johnson vildi ekki samþykkja að hann hefði tapað veðmálinu, brá Quick sér út í bíl sinn og sótti veiðiriffil sinn og skaut vin sinn til bana.

Þeir höfðu setið að bjórdrykkju allan daginn og rifust svo heiftarlega eftir leikinn þegar þeir gátu ekki komið sér saman um 1500 króna veðmálið. Quick situr nú í fangelsi í fangelsi í Lexington-sýslu en fréttir herma að hann sé enn ekki kominn með lögmann. Hann á yfir höfði sér harða refsingu vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×