Erlent

Geislavirk efni á „njósnara“ stöðum í London

Fólk sem heimsótti sama veitingastað og hótel og rússneski njósnarinn sem lést á fimmtudaginn er hvatt til að hafa samband við heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi vegna geislavirkra efna sem hafa fundist þar.

Efnin fundust á veitingastaðnum Itsu Sushi bar við Piccadilly og Pine bar Millenium hótelsins við Grosvenor torg, en breska lögreglan vinnur nú að því að kortleggja hvert skref Alexanders Litvinenkos í London dagana áður en hann veiktist með því að rannsaka myndir úr öryggisvélum og yfirheyra vitni.

Krufningu á líkinu hefur verið frestað af öryggisástæðum, en geislavirkni greindist í þvagi njósnarans nokkrum klukkustundum áður en hann lést.

Njósnarinn sakaði Vladimir Putin Rússlandsforseta um að láta ráða sig af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×