Erlent

Staðfest fuglaflensutilfelli í Suður-Kóreu

Staðfest hefur verið afbrigði H5N1 fuglaflensu í Suður Kóreu. Flensan braust út á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og tæplega sjö þúsundum til viðbótar þurfti að slátra. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en búist er við niðurstöðum úr þeim seinna í dag.

Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.

H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist . Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar, en hennar varð síðast vart í Taílandi. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, auk miðausturlanda, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.

Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×