Fótbolti

Stuðningsmaður skotinn til bana í Frakklandi

Stuðningsmaður franska liðsins Paris St Germain var skotinn til bana og annar særðist þegar ólæti brutust út eftir tapleik liðsins gegn Hapoel Tel Aviv í Evrópukeppni félagsliða í gær. Óeinkennisklæddur lögreglumaður þurfti þar að grípa til vopna eftir að sauð uppúr eftir leikinn.

Málið er í rannsókn en fyrstu fregnir herma að óeinkennisklæddur lögreglumaðurinn hafi komið frönskum stuðningsmanni Tel Aviv liðsins til hjálpar eftir að einir 150 menn veittust að honum. Lögreglumaðurinn á fyrst að hafa reynt að tvístra hóp árásarmanna með táragasi, en þegar það tókst ekki greip hann til byssu sinnar með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögregla segir árásarmennina hafa verið öfgasinnaða hægrimenn sem sungu "Frakkland fyrir Frakka" og er eins og gefur að skilja lítt hrifnir af útlendingum. Franskur blaðamaður varð vitni af ólátunum og staðfesti að hópur manna hefði veitt mönnunum tveimur eftirför. Hann varð þó ekki vitni af skothríðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×