Enski boltinn

Liverpool spilar ljótan fótbolta

Dirk Kuyt hefur verið tekinn framfyrir Peter Crouch í byrjunarlið Liverpool að undanförnu og ætti að geta komið Jan Kromkamp í vandræði í leiknum gegn PSV á miðvikudag.
Dirk Kuyt hefur verið tekinn framfyrir Peter Crouch í byrjunarlið Liverpool að undanförnu og ætti að geta komið Jan Kromkamp í vandræði í leiknum gegn PSV á miðvikudag. Getty Images

Jan Kromkamp, hollenski bakvörðurinn sem yfirgaf Liverpool og gekk í raðir PSV í sumar, segir að hans fyrrum félagar á Anfield spili ljótan fótbolta sem gangi út á að gefa langar sendingar á Peter Crouch. Liverpool og PSV mætast í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Kromkamp segir að PSV viti upp á hár hverjir veikleikar Liverpool eru og að liðið ætli sér að nýta þá til fulls á miðvikudaginn.

“Liðið byrjar oft ágætlega en leikmenn fara síðan að leita ósjálfrátt að Peter Crouch uppi á toppi og sparka til hans ljótum boltum. Taktíkin hjá liðinu breytist um leið og leikmennirnir verða pirraðir og við stefnum á að láta þá finna fyrir því á miðvikudaginn,” segir Kromkamp, sem mun án efa láta þjálfara sinn vita af helstu áherslunum í leikskipulagi Rafael Benitez.

“Þeirra helsti veikleiki liggur í plássinu á milli varnar og miðju. Þá eru miðverðir liðsins oft ansi tæpir á því þegar kemur að því að bera upp boltann. Með því að loka á réttu svæðin og pressa á vörnina á réttum tíma munu leikmennirnir byrja að sparka til Crouch. Og þá gengur ekkert hjá Liverpool,” sagði Kromkamp, augljóslega nokkuð bitur eftir að hafa sjálfur verið of lélegur til að komast í liðið hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×