Fótbolti

Getum vel unnið án Messi og Eto´o

Ludovic Giuly fær fleiri tækifæri á hægri vængnum í fjarveru Lionel Messi.
Ludovic Giuly fær fleiri tækifæri á hægri vængnum í fjarveru Lionel Messi. Getty Images

Ludovic Giuly, franski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, segir að liðið þurfi ekki á auknum liðsstyrk að halda þótt að Lionel Messi og Samuel Eto´o séu frá næstu vikur vegna meiðsla.

Henrik Larson hefur sterklega verið orðaður við endurkomu til Katalóníu og nú síðast var Albert Luque hjá Newcastle bendlaður við Evrópumeistarana. En Giuly segir leikmannahóp Barcelona vera nægilega góðan til að ráða við brottfall tveggja lykilmanna.

"Við ætlum að sýna og sanna að við getum unnið án Eto´o og Messi," sagði Giuly á blaðamannafundi á Spáni í gær en Barcelona mætir Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni á morgun og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. "Leikmannahópurinn telur 22 frábæra fótboltamenn. Við þurfum ekki nýja menn bara þótt nokkrir lenda í meiðslum. Það eru leikmenn sem geta leyst Messi og Eto´o skammarlaust af," ítrekaði Giuly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×