Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren 16. nóvember 2006 17:18 Mika Hakkinen er ekki á leið í Formúluna á ný NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili. McLaren-liðið viðurkenndi að Finninn hefði að vísu verið í herbúðum liðsins á dögunum þar sem hann hefði verið að prófa ökuhermi liðsins. "Mika prófaði ökuhermir okkar á dögunum og bauðst til að aðstoða okkur við undirbúningsvinnu okkar, en hann er ekki að fara að keppa fyrir okkur og við munum tilkynna hver ekur við hlið Alonso fljótlega," sagði yfirmaður liðsins Martin Whitmarsh. Hakkinen varð heimsmeistari með liði McLaren árin 1998 og 1999 en lagði stýrið á hilluna árið 2001 og hefur síðan verið að keppa í þýsku DTM mótaröðinni. Hann var í Brasilíu um daginn þegar Michael Schumacher keppti í sinni síðustu keppni. Hann gaf það upp á dögunum að lið Williams hefði reynt að fá sig í sínar raðir árið 2004. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili. McLaren-liðið viðurkenndi að Finninn hefði að vísu verið í herbúðum liðsins á dögunum þar sem hann hefði verið að prófa ökuhermi liðsins. "Mika prófaði ökuhermir okkar á dögunum og bauðst til að aðstoða okkur við undirbúningsvinnu okkar, en hann er ekki að fara að keppa fyrir okkur og við munum tilkynna hver ekur við hlið Alonso fljótlega," sagði yfirmaður liðsins Martin Whitmarsh. Hakkinen varð heimsmeistari með liði McLaren árin 1998 og 1999 en lagði stýrið á hilluna árið 2001 og hefur síðan verið að keppa í þýsku DTM mótaröðinni. Hann var í Brasilíu um daginn þegar Michael Schumacher keppti í sinni síðustu keppni. Hann gaf það upp á dögunum að lið Williams hefði reynt að fá sig í sínar raðir árið 2004.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira