McLaren bílarnir verða í speglinum hjá mér á næsta ári 14. nóvember 2006 17:30 NordicPhotos/GettyImages Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen, sem nú er genginn í raðir Ferrari þar sem honum verður ætlað að fylla skarð Michael Schumacher, segir að samningur hans við liðið verði hugsanlega síðasti samningurinn sem hann skrifar undir á ferlinum. Raikkönen var nálægt því að verða heimsmeistari árin 2003 og 2005 þegar hann ók fyrir McLaren, en hann segist eiga mun betri möguleika á að vinna titil hjá Ferrari en hjá gamla liðinu sínu. Hann á þó ekki von á því að endurtaka afrek Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferlinum. "Með rétta bílnum og góðu liði, væri eflaust hægt að ná meti Schumacher, en ég er nokkuð viss um að ég verði ekki það lengi í bransanum að ég nái að vinna sjö titla og samningurinn sem ég var að skrifa undir gæti allt eins orðið minn síðasti. Ég ákvað hinsvegar fyrir löngu að ganga í raðir Ferrari og ég er alveg viss um að ég get orðið heimsmeistari með liðinu," sagði Raikkönen. "Mitt takmark hefur alltaf verið að verða heimsmeistari og ég veit að ég á góða möguleika á því hjá Ferrari. Minn helsti keppinautur á næsta ári verður ekki Fernando Alonso, heldur félagi minn Felipe Massa hjá Ferrari og framvegis sé ég McLaren bílana aðeins í baksýnisspeglinum mínum," sagði Finninn hægláti í samtali við þýska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira