Ungliðar segja Frjálslynda ala á fordómum 6. nóvember 2006 21:44 Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Forsvarsmenn ungliðahreyfinga í öllum stjórnmálaflokknum nema Frjálslyndum gagnrýna yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um innflytjendamál í ályktun sem þeir sendu frá sér í dag. Þeir lýsa "vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns." Í ályktuninni segir einnig að slíkur málflurningur sé meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðli að sundrungu í samfélaginu. Forsvarsmenn ungliðahreyfinganna taka fram að engin ungliðahreyfing starfi hjá Frjálslyndum og því ekki hægt að leita álits þar. Í ályktuninni segir: "Undirritaðir forystumenn í stjórnmálum ungs fólks lýsa vonbrigðum með þá ákvörðun nokkurra forystumanna í Frjálslynda flokknum að ala á trúarbragðafordómum og tortryggni í garð útlendinga í tilraunum sínum til að auka fylgi flokks síns. Þannig popúlískur málflutningur er meiðandi gagnvart hópi Íslendinga og stuðlar að sundrungu í samfélaginu. Popúlismi sem þessi margfaldar hættuna á því að þau meintu vandamál, sem Magnús Þór Hafsteinsson og Jón Magnússon sjá fyrir sér, verði að veruleika í íslensku samfélagi. Mikilvægi þess að spyrna fótum gegn þessum málflutningi verður því ekki ofmælt. Ofsinn og orðfærið sem einkennir málflutning Magnúsar Þórs og Jóns er bersýnilega til þess eins ætlaður að kalla fram ótta og reiði í hugum kjósenda. Nægir þar að nefna fjarstæðukenndan hræðsluáróður Jóns Magnússonar í viðtali í Silfri Egils á sunnudag og málflutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar að verið sé að "kaffæra íslensku þjóðina" í frjálsu flæði vinnuafls. Þessi málflutningur er ekki yfirvegaður, ekki öfgalaus og ekki byggður á rökum. Þau álitamál sem snúa að þjóðinni varðandi aukinn áhuga útlendinga til að starfa á Íslandi, og sívaxandi fjölda fólks sem ákveður að ganga inn í íslenskt samfélag, eiga ekkert skylt við þær rakalausu upphrópanir sem Magnús Þór og Jón hafa uppi. Í stað þess að stuðla að klofningi milli Íslendinga af ólíkum uppruna ber stjórnmálaflokkum, og öðrum þátttakendum í stefnumótun, að stuðla að því að hér þróist áfram samfélag þar sem fólk er boðið velkomið, en sé ekki hafnað á grundvelli pólitísks popúlisma, hræðsluáróðurs eða fordóma. Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálaflokkar haldi áfram að byggja stefnu sína í málefnum innflytjenda á því skynsamlega sjónarmiði að hér á landi geti menn lært og starfað, þrifist og dafnað, óháð því hver sé þeirra uppruni. Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Veftritsins Andri Heiðar Kristinsson, formaður Vöku Ásgeir Runólfsson, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands Auður Lilja Erlingsdóttur, formaður Ungra Vinstri Grænna Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritstjóri Deiglunnar Erla Ósk Ásgeirsdóttir, formaður Heimdallar Eva María Hilmarsdóttir , formaður Röskvu Friðbjörn Orri Ketilsson, formaður Frjálshyggjufélagsins Helga Tryggvadóttir, ritstjóri Veftritsins Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna Magnús Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna Sigurður Örn Hilmarsson, oddviti Vöku í Stúdentaráði Háskóla Íslands"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira