Fótbolti

Rijkaard hrósar Saviola

Ronaldinho hugar að Saviola eftir að argentínski framherjinn lenti í samstuði gegn Deportivo um helgina.
Ronaldinho hugar að Saviola eftir að argentínski framherjinn lenti í samstuði gegn Deportivo um helgina.

Eiður Smári Guðjohnsen gæti átt á hættu að missa byrjunarliðssæti sitt í framlínu Barcelona, ef eitthvað er að marka orð Frank Rijkaard eftir jafnteflið gegn Deportivo um helgina. Hollenski þjálfarinn hrósar Argentínumanninum Javier Saviola, sem tók stöðu Eiðs í fremstu víglínu, fyrir góða frammistöðu.

Eiður Smári Guðjohnsen á sem kunnugt er við meiðsli að stríða en ætti að vera orðinn leikfær fyrir næstu helgi. Saviola tók stöðu hans gegn Deportivo og fiskaði meðal annars vítaspyrnuna sem mark Barca kom úr, en leikurinn endaði með jafntefli, 1-1.

"Hann var mjög orkumikill í leiknum, vann gríðarlega vel fyrir liðið og átti þátt í markinu okkar. Það tel ég vera gott," sagði Rijkaard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×