Fótbolti

Cassano eða Eiður Smári?

Antonio Cassano hefur lag á því að komast upp á kant við þjálfara sína.
Antonio Cassano hefur lag á því að komast upp á kant við þjálfara sína. Getty Images

Enska slúðurblaðið News Of The World greinir frá því að Newcastle ætli sér að bjóða 11 milljónir punda í ítalska framherjann Antonio Cassano hjá Real Madrid þegar leikmannaglugginn opnar að nýju í janúar. Um helgina var Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Newcastle í nokkrum ensku blaðanna.

Vitað er að Cassano er ekki sá ánægðasti í herbúðum Real eftir að hafa enn einu sinni lent upp á kant við stjórann Fabio Capello. Eiður Smári var sagður í People-blaðinu í Englandi hafa greint sínum nánustu vinum frá því að hann væri ekki ánægður með lífið á Spáni og vildi helst komast aftur til Englands.

Hvorki Real né Barcelona hafa tjáð sig um þessa orðróma sem gefur til kynna að lítið sé til í þeim, enda hefur Eiður Smári lýst því yfir við íslenska fjölmiðla að hann njóti hverrar einustu mínútu á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×