Innlent

Nýjar reglur um handfarangur

Nýjar reglur um handfarangur í millilandaflugi taka gildi á morgun en þar með verður ekki hægt að vera með vökva í handfarangri nema í þar til gerðum plastpokum.

Og reyndar er það ekki alveg svo einfalt. Ef þú ætlar með vökva sem er hundrað millilítrar eða minna, eins og t.d. glossstautur, máttu setja hann í poka, loka pokanum og setja hann í handfarangur. Pokinn þarf að vera eins lítra og má innihalda nokkur slík ílát svo lengi sem hægt er að loka pokanum.

Þeir sem þurfa nauðsynlega að taka með sér vökva, eins og lyf eða drykki vegna fæðuofnæmis geta fengið undanþágu. Hægt verður að fá þessa plastpoka á Keflavíkurflugvelli næstu vikur en Hjördís mælir samt með því að fólk útvegi sér svona eins lítra plastpoka áður en haldið er í flug. Þess má geta að allur vökvi sem er keyptur í fríhöfninni getur fólk tekið með sér í handfarangri. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Flugmálastjórnar, flugmalastjorn.is en þessar reglur taka gildi sama dag innan Evrópusambandsins og hjá EFTA ríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×