Fjölskyldu bjargað úr grjótroki 5. nóvember 2006 18:45 Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira