Enski boltinn

Harewood hetja West Ham

Það var gríðarlega hart barist í leik Arsenal og West Ham í dag.
Það var gríðarlega hart barist í leik Arsenal og West Ham í dag. Getty Images

Sóknarmaðurinn Marlon Harewood reyndist hetja West Ham í nágrannaslagnum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harewood skoraði eina mark leiksins, mínútu fyrir leikslok.

Mikill hiti var í leiknum og greinilega að leikmenn West Ham voru staðráðnir í að halda áfram á sigurbraut frá því um síðustu helgi. Arsenal fékk fá opin marktækifæri í leiknum og má segja að réttlætið hafi náð fram að ganga þegar Harewood skoraði sigurmarkið.

Arsene Wenger og Alan Pardew, knattspyrnustjórum liðanna, lenti harkalega saman eftir markið og er talið víst að einhverjir eftirmálar verði vegna þessa. Þá varð Robin van Persie, leikmaður Arsenal, fyrir einhverjum aðskotahlut sem kastað var úr stúkunni og tafðist leikurinn nokkuð vegna þess atviks. Þetta var í annað sinn um helgina sem aðskotahlut er kastað úr stúkunni en Claus Jensen hjá Fulham varð fyrir smápeningin í leik Fulham og Everton í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×