Millilandaflug hefur hafist á ný eftir miklar tafir vegna veðurs. Enn sem komið er hafa þó ekki margar flugvélar tekið á loft af Keflavíkurflugvelli en með batnandi veðri eftir því sem líður á daginn má búast við að flug verði reglulegri.
Í Innanlandsflugi er það helst að flugum til Ísafjarðar og Bíldudals hefur verið frestað til morguns en athuga á klukkan fimm í dag hvort að hægt verði að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði.