Millilandaflug á að hefjast á ný klukkan eitt í dag. Þetta kemur fram á vef Keflavíkurflugvallar.
Tafir hafa orðið á flugi í morgun vegna veðurs en nú þegar veðrið er að ganga í austurátt er reiknað með því að flug geti hafist á ný. Athugað verður með innanlandsflug til og frá Reykjavík klukkan tvö í dag.