Innlent

Skákmaraþon Hrafns gengur vel

MYND/NFS

Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins, hefur nú teflt 70 skákir í skákmaraþoni sínu sem fram fer í Kringlunni. Hrafn hóf maraþonið klukkan níu í morgun og hyggst tefla í 40 klukkustundir eða eins langan tíma og það tekur að tefla 250 skákir. Með þessu er hann að safna fé fyrir starfi Hróksins á Grænlandi og hefur sparibauk verið komið fyrir í Kringlunni.

Auk þess er hægt að leggja inn á reikning í Landsbanka Íslands nr. 0101-26-62010, kt. 620102-2880. Hrafn sagði samtali við fréttastofu nú klukkan fimm að fólk á öllum aldri alls staðar að úr þjóðfélaginu hefði komið og teflt við hann og að hann reiknaði með að verða að eitthvað fram á morgundaginn. Hvatti hann alla sem vildu að koma og taka eina skák enda enn rúmlega tveir þriðju af skákunum eftir. Hægt er að fylgjast með Hrafni tefla á heimasíðu Hróksins, hrokurinn.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×