Enski boltinn

Leikjaálagið er brjálæði

Glenn Roeder
Glenn Roeder NordicPhotos/GettyImages

Glenn Roeder og félagar í Newcastle standa nú frammi fyrir því erfiða verkefni að spila þrjá leiki á sex dögum. Roeder segir það brjálæði að leggja þetta á leikmenn sína, en nýtti sér ekki réttinn til að fresta deildarleik við Sheffield United vegna sjónvarpstekna sem félagið fær af leiknum.

Newcastle vann sem kunnugt er frækinn sigur á Palermo í Evrópukeppninni í gær, en svo mætir liðið Sheffield United í deildinni strax á morgun og Watford í bikarnum á þriðjudaginn. "Það er algjört brjálæði að ætlast til þess að menn jafni sig eftir leiki á 48 tímum," sagði Glenn Roeder.

Neil Warnock, stjóri Sheffield United, virðist ekki skilja þessi læti í Roeder og var hissa þegar hann heyrði að Newcastle ætlaði að spila strax á laugardeginum. "Ég var hissa þegar ég heyrði að þeir vildu ekki fresta leiknum en það eru auðvitað gríðarlega sjónvarpstekjur sem fylgja því að hafa hann á laugardegi, svo það er svosem skiljanlegt. Ætli þeir fái ekki um 350 þúsund pund fyrir leikinn? Fyrir þann pening ættu atvinnumenn nú að geta bitið á jaxlinn.

Newcastle bað okkur samt ekkert að færa leikinn fram á sunnudag - en ef félagið hefði beðið okkur um það, hefðum við að sjálfssögðu orðið við því," sagði Warnock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×